Hágæða
Sykur

Sykur er aðal innihaldsefni brjóstsykursins okkar. Þess vegna er það okkur mikilvægt að sykurinn sem við notum sé eins vistvænn og völ er á. Við notum sykur sem unnin er úr sykurrófu í stað sykurreyrs.
Sykurrófur er náttúrulega vistvænn kostur sem unir sér vel í norrænu loftslagi og við vinnslu sykurrófunar fer ekkert til spillis,
sem skilar sér í minni úrgangi og styttra ferðalagi sykursins.

Náttúruleg
litarefni

Við notum einungis náttúruleg litarefni sem eru m.a. unnin úr gulrótum, rauðrófum og blómum. Litarefnin þurfa að þola hátt hitastig svo hægt sé að blanda þau við heita sykurblöndu. Þegar við höfum blandað litarefninu við sykurinn togum við hann í höndunum sem hleypir lofti inn í hann, lýsir og gefur skínandi áferð.

Lífrænar
Ilmkjarnaolíur

Ein aðferðin okkar við að bragðbæta brjóstsykurinn okkar er með ilmkjarnaolíum. Olíurnar sem við notum eru íslenskar, lífrænar og vistvænar í framleiðslu.
Vegna þess hversu sterk olían er þarf einungis fáeina dropa til að bragðbæta mörg kíló
af brjóstsykri.

Handgerðar
Tinktúrur

Við búum til okkar eigin tinktúrur úr íslenskum jurtum sem við týnum yfir sumarið. Tinktúrur eru sterk alkahóllausn sem notuð
er til að bragðbæta brjóstsykur.
Þegar tinktúrunni er bætt út í heita sykurblönduna gufar alkóhólið upp og eftir situr bragð jurtarinnar.